Tulipopland

Tulipopland er nýtt leiksvæði á Keflavíkurflugvelli, hannað af ÞYKJÓ og Tulipop. 

Leiðarljósið var að hanna leikvöll sem hefði slitstyrk og endingu útileikvallar en nýta þau tækifæri sem skapast innandyra við að hanna heildrænan heim í hólf og gólf. Unnið var að því að láta veggi og gólf renna saman í eina heild, sem gefur tilfinningu fyrir því að vera staddur inn í ævintýraheiminum.

Hönnuðir ÞYKJÓ settu upp leikjagleraugun og skoðuðu fjölbreyttar leiðir til að virkja landsvæðið til leiks og sá fræjum að hugmyndum af leik. Það var yfirlýst markmið að bjóða upp á skjálausar gæðastundir sem virkja ímyndunarafl og leikgleði. 

Hönnuðir: ÞYKJÓ (Sigríður Sunna Reynisdóttir, Embla Vigfúsdóttir & Erla Ólafsdóttir

Teiknari: Signý Kolbeinsdóttir

Samstarfsaðilar: Tulipop

Ljósmyndir: Garðar Ólafsson